Höfundur:
Höfundur er Brynja Stefánsdóttir, náttúrufræðikennari og verkefnastjóri Gárur á Reykjanesi. Verkefnið er sett saman eftir innblástur frá leikjum í náttúrunni.
Markmið
Að nemendur læri að þekkja liti í umhverfinu, vinna saman og þjálfa athygli.
Aldurshópar
Verkefnið hentar nemendum í 1. og 2. bekk grunnskóla
Tímalengd
Verkefnið getur tekið allt frá 45 upp í 60 mínútur.
Staðsetning
Nærumhverfi skólans (skólagarður, leiksvæði).
Undirbúningur kennara
Undirbúa litaspjöld (eða hlutir í mismunandi litum).
Sækja bækur frá bókasafni með myndum af mismunandi náttúru og litum
Verkefnið
Nemendur fara út í smærri hópum (3-4 saman) og leita að hlutum í náttúrunni sem passa við litaspjöldin.
Kennari kallar nemendur saman þegar um 20-30 mínútur hafa liðið.
Hóparnir deila fundum sínum og ræða um fjölbreytileika litanna.
Hópar eru sendir aftur út ef þörf þykir til að leita að öðrum litum eða á öðrum stöðum og ræða um það aftur í stærri hóp þegar valinn tími hefur liðið.
Hóparnir taka með sér efnivið í mismunandi litum án þess þó að skaða umhverfið til að vinna með í kjölfarið.
Mikilvægt er að ræða góða umgengni um svæðin okkar og hvernig best sé að ganga um þau.
Verkefnið
Hægt er að sækja ýtarlegri leiðbeiningar hér
Hæfniviðmið
Hér eru dæmi af hæfniviðmiðum sem möguleiki væri að tengja við verkefni.
Náttúruvísindi
| Við lok 4. bekkjar | |
Sjónlistir
| Við lok 4. bekkjar | |
| Vinnuferli |
Lykilhæfni
| Við lok 4. bekkjar | |
| Náttúruauðlindir og sjálfbær nýting |