Höfundur:
Höfundur er Brynja Stefánsdóttir, náttúrufræðikennari og verkefnastjóri Gáranna.Verkefnið er sett saman með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í huga.
Markmið
Að nemendur kynnist plöntulífi og sýni umhyggju fyrir náttúrunni. Að sama skapi að auka skilning sinn á því lífi sem ekki hreyfist. Einnig hjálpa nemendum að tengja íslensku og náttúrufræði í gegn um upplifun, tjáningu og sköpun.
Aldurshópar
Verkefnið er sett saman með nemendur á leikskólaaldri í huga ásamt fyrstu tveimur árgöngum grunnskóla.
Tímalengd
Verkefnið hentar til 1x80 mín kennslustundar.
Staðsetning
Eftirfarandi verkefni geta allir Leikskólar og fyrstu bekkir grunnskóla unnið bæði við skólann á útisvæði eða á svæðum sem tilheyra skólunum. Mikilvægt er að hóparnir geti gengið þangað yfir allt skólaárið til að sjá náttúruna á mismunandi tímum.
Undirbúningur kennara
Huga þarf að þeim stað sem kennarar velja að nýta. Mikilvægt er að skoða hvað á að fá út úr gróðursetningunni og hvort leyfi séu til staðar þar sem á að gróðursetja. Ef pottar eru nýttir getur verið gott að nota jógúrtdollur eða annað sem hentar í stað þess að kaupa nýja gróðurpotta. Skoða þarf vel hvernig fræ á að nota og passa að þau henti fyrir það svæði sem notað er.
Kennari þarf að taka saman fyrir fyrsta tímann:Skóflur, stækkunargler, poka til að safna sýnum, blöð, litir.Prenta út myndir af plöntum, fræjum og rótumPrenta út sögu og/eða ljóð um plöntu
Fyrir seinni hluta verkefnis (árstíðarskipt)
Haust: Fræ af mismunandi tegundum (verkefnablað sem sýnir mynd af völdum fræjum og svæði til að merkja við fjölda), skóflur, stækkunargler, litlir pottar, myndir af rótum og fræjum.
Vetur: Þurrkuð lauf, greinar, myndir af vetri í náttúrunni, efniviður til sköpunar.
Vor: Plöntur sem voru gróðursettar um haustið, mynd af blómum og býflugum, skráningarblöð
Sumar: Myndir og skráningar frá fyrri tímabilumEfni til bókagerðar og sýningarBoðskort til foreldra eða annarra nemenda
Verkefnið
Hægt er að sækja ýtarlegri leiðbeiningar hér
Hægt er að sækja PDF með sögum og ljóðum um plöntur hér
Hæfniviðmið
Hér eru dæmi af hæfniviðmiðum sem möguleiki væri að tengja við verkefni.
Íslenska
| Við lok 4. bekkjar | |
| Tjáning | Sagt frá atburði eða fyrirbæri, tjáð sig frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu |
| Hlustun og áhorf | Hlustað og horft af athygli á valið efni og greint frá upplifun sinni |
| Fjölbreytt málnotkun | Beitt töluðu máli og rituðu af nokkru öryggi og með orðaforða og málskilningi sem hæfir aldri |
| Lesskilningur | Skilið augljós efnisatriði valinna texta, greint og lagt mat á inntak þeirra og dregið einfaldar ályktanir |
Náttúrugreinar
| Við lok 4. bekkjar | |
| Vistkerfi | Skoðað og kannað helstu vistkerfi í nærumhverfi sínu |
| Einstaklingurinn og umhverfið | Gengið vel um umhverfið og átti sig á mikilvægi þess |
| Upplifun af náttúrunni | Sagt frá eigin upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi |
| Bygging og starfsemi plantna | Lýst ytri byggingu á helstu hlutum plantna |