Höfundur:
Ragnheiður Eyjólfsdóttir er verkefnastjóri hjá Fisktækniskólanum (ragga@fiskt.is)
Eftirfarandi verkefni hannaði Ragnheiður út frá áfanganum: Listir og göngur árið 2023 í LHÍ. Myndir af fuglum eru teknar af Eyjólfi Vilbergssyni, föður Ragnheiðar.
Markmið
Verkefnið felst í því að tengja umhverfi og náttúru við einstaklinga/hópa. Að fara úr í göngu og láta reyna á hlustun, eftirtekt og einbeitingu þar sem núvitund er í aðalhlutverki.
Aldurshópar
Verkefnið hentar öllum námsstigum en mælt er með að fara einungis með elstu tvo árgangan af leikskóla þó útfæra megi verkefnið fyrir yngri börn.
Tímalengd
Mælt er með að hafa gönguferðina um 60 mínútur en hver og einn getur sniðið tímalengd eftir eigin þörfum. Gott er að minnka fjölda fugla ef tíminn er skertur.
Staðsetning
Verkefnið er hægt að staðsetja á ýmsum stöðum eftir hentisemi. Það sem skiptir máli er að möguleiki sé að vera úti og taka göngu
Undirbúningur kennara
Verkefnið krefst lágmarks undirbúnings en prenta þarf út þau blöð sem henta fyrir gönguna eða útbúa ný ef það sem fylgir með verkefnalýsingu hentar ekki.
Passa þarf ritföng fyrir merkingar.
Einnig er gott að fylgjast með veðurspá þar sem mikið rok eða væta getur minnkað líkur á því að nemendur heyri í eða sjái fugla.
Verkefnið
Hægt er að sækja PDF af fuglabingóinu hér
Hæfniviðmið
Hér eru dæmi af hæfniviðmiðum sem möguleiki væri að tengja við verkefni. Stundum fer mat fram í samtali þar sem margt getur átt sér stað í eftirtekt þegar farið er í göngur. Listinn er ekki tæmandi en gefur góða sýn á það sem möguleiki er að gera.
Lykilhæfni
Við lok 4. bekkjar | Við lok 7. bekkjar | Við lok 10. bekkjar | |
Sjálfstæði og samvinna | sýnt frumkvæði í verkefnum og beðið um aðstoð eftir þörfum, | sýnt frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, | sýnt frumkvæði, sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum, |
Íslenska
Við lok 4. bekkjar | Við lok 7. bekkjar | Við lok 10. bekkjar | |
Tjáning | sagt frá atburði eða fyrirbæri, tjáð sig frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu, | gert grein fyrir þekkingu sinni og reynslu og tjáð hugmyndir sínar og skoðanir frammi fyrir hópi, | miðlað þekkingu sinni og reynslu, tjáð hugmyndir sínar og skoðanir og fært rök fyrir þeim með fjölbreyttum leiðum, |
Hlustun og áhorf | hlustað og horft af athygli á valið efni og greint frá upplifun sinni, | hlustað og horft af athygli á fjölbreytt efni, beitt þekkingu sinni og reynslu til að skilja það og greint frá aðalatriðum, | horft á, hlustað og tekið eftir upplýsingum í fjölbreyttu efni og greint og miðlað innihaldi þess á gagnrýninn hátt, |
Náttúrugreinar
Við lok 4. bekkjar | Við lok 7. bekkjar | Við lok 10. bekkjar | |
Athuganir | framkvæmt einfaldar athuganir og skráð mælingar á hversdagslegum hlutum samkvæmt leiðbeiningum, | framkvæmt, skráð og safnað upplýsingum út frá einföldum athugunum og mælingum úti og inni samkvæmt fyrirmælum, | framkvæmt, skráð og safnað upplýsingum út frá athugunum og mælingum úti og inni, samkvæmt fyrirmælum og á eigin vegum, |
Upplifun af náttúrunni | sagt frá eigin upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi, | lýst reynslu sinni, athugun og upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi, | gert grein fyrir tengslum sínum við aðrar lífverur og eigin athugunum á hegðun þeirra, |