Höfundur:
Eftirfarandi verkefni er unnið út frá verkefnabanka Uppbyggingarstefnunnar og má því höfundarréttur fara þangað. Verkefnið er þó staðfært til útiveru af Brynju Stefánsdóttur náttúrufræðikennara og verkefnastjóra Gáru verkefnisins.
Markmið
Verkefnið felst í því að tengja einstaklinga/hópa við umhverfi og náttúru með eigin skilningarvitum og nýta núvitundartækni til þess. Því er ætlað að gefa nemendum tækifæri til að staldra við og njóta augnabliksins í eigin skinni.
Aldurshópar
Verkefnið hentar öllum námsstigum og hvatt til að fara með alla því við slík verkefni getur orðaforði dýpkað og eykst.
Tímalengd
Verkefnið hentar til 1x40 mín kennslustundar.
Staðsetning
Hægt er að nýta þetta verkefni á ólíkum stöðum, mælt er með að framkvæma það nokkrum sinnum yfir skólaárið á mismunandi stöðum og á mismunandi árstíðum til að dýpka tengingu við nærumhverfi.
Undirbúningur kennara
Skoða þarf veðurspá með tilliti til útivistarfatnaðs allra.
Einnig þarf að prenta út verkefnablað. Það er hægt að nýta sjálfbærari leiðir með tækni eða "dry-erase" spjöldum.
Kennari þarf einnig að hafa síma eða annan búnað sem getur tekið tímann.
Verkefnið
Hægt er að sækja ýtarlegri leiðbeiningar hér
Hægt er að sækja PDF af Heyri, sé og finn verkefnablað hér
Hæfniviðmið
Hér eru dæmi af hæfniviðmiðum sem möguleiki væri að tengja við verkefni.
Lykilhæfni
Við lok 4. bekkjar | Við lok 7. bekkjar | Við lok 10. bekkjar | |
Tillitssemi | hlustað á aðra, sýnt tillitssemi og haldið sig við umræðuefni, | brugðist við upplýsingum, hlustað, tekið þátt í umræðum og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða, | brugðist við margvíslegum upplýsingum og hugmyndum, hlustað, tekið þátt í umræðum og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða, |
Orðaforði | lært og notað ný orð til að ræða ólík viðfangsefni, | aukið orðaforða sinn og beitt honum á ólík umfjöllunarefni, | tileinkað sér og nýtt fjölbreyttan orðaforða og viðeigandi hugtök sem tengjast ólíkum viðfangsefnum, |
Ályktun | skoðað gögn og upplýsingar og dregið eigin ályktanir, | tekið upplýsta afstöðu til gagna og upplýsinga og dregið eigin ályktanir, | tekið upplýsta afstöðu til gagna og upplýsinga, dregið ályktanir og túlkað þær, |
Náttúrugreinar
Við lok 4. bekkjar | Við lok 7. bekkjar | Við lok 10. bekkjar | |
Einstaklingurinn og umhverfið | gengið vel um umhverfið og átti sig á mikilvægi þess, | rætt valin dæmi um tengsl einstaklinga, nærumhverfis og umhverfismála á heimsvísu, | rætt á gagnrýninn hátt tengsl einstaklinga, nærumhverfis og umhverfismála á heimsvísu, |
Geta til aðgerða | komið með hugmyndir að aðgerðum sem tengjast náttúruvernd og tekið þátt í verkefnum í nærumhverfi sínu. | skipulagt og tekið þátt í aðgerðum er varða náttúruvernd og umhverfismál í nærumhverfi sínu. | skipulagt og tekið þátt í aðgerðum er varða náttúruvernd og umhverfismál í nærumhverfi og í alþjóðlegu samhengi. |
Upplifun af náttúrunni | sagt frá eigin upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi, | lýst reynslu sinni, athugun og upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi, | gert grein fyrir tengslum sínum við aðrar lífverur og eigin athugunum á hegðun þeirra, |