Höfundur:
Eftirfarandi verkefni er sett saman af Brynju Stefánsdóttur fyrir Gárur á Reykjanesi og er miða að því að hægt sé að vinna það á skólalóð eða í því umhverfi sem hentar hverju sinni. Verkefnið getur flokkast undir grunngáru og er beintengt við STEAM aðferðir.
Markmið
Verkefnið felst í því að hópar rannsaki umhverfi sitt og taki eftir þeim formum sem þar eru að finna. Auk þess mæla hópar flatarmál og ummál reglulegra og óreglulegra hluta. Í kjölfarið er hannað skýli eða bekkur og staðsetning hans ákveðin út frá þörfum einstaklinga sem nýta svæðið.
Aldurshópar
Verkefnið hentar nemendum á miðstigi og unglingastigi.
Tímalengdh
Verkefnið getur tekið allt frá 2 upp í 3, 40 mínútna kennslustundir.
Staðsetning
Verkefnið hentar einstaklega vel fyrir svæði sem eru núþegar nýtt á einhvern hátt. Hentugt er að notast við skólalóð, leiksvæði eða gönguleiðir.
Undirbúningur kennara
Kynna hugtök: flatarmál, rúmmál, Fibonacci-runa, symmetría.
Útbúa mælitæki: málband, mælistika, reiknivél.
Velja útisvæði: skólalóð, leikvöllur, fjara eða graslendi.
Prenta verkefnablað fyrir nemendur eða setja það upp rafrænt á svæði sem nemendur geta nýtt sér.
Verkefnið
Hægt er að sækja ýtarlegri leiðbeiningar hér
Hægt er að sækja PDF Stærðir og mynstur í náttúrunni - nemendablað hér
Hægt er að sækja PDF hugtakablað fyrir verkefni hér
Hæfniviðmið
Hér eru dæmi af hæfniviðmiðum sem möguleiki væri að tengja við verkefni.
Stærðfræði
| Við lok 7. bekkjar | Við lok 10. bekkjar | |
| Samræður og tjáning | Tjáð sig um stærðfræði, útskýrt hugsun sína fyrir öðrum og spurt spurninga til að leita lausna | Tjáð sig og spurt spurninga um stærðfræðileg viðfangsefni, útskýrt og rökstutt lausnir sínar fyrir öðrum |
| Rannsóknarvinna | Unnið skipulega, einn og í samvinnu, að því að finna lausnir á stærðfræðilegum viðfangsefnum með því að kanna, rannsaka, greina og meta | Unnið skipulega, einn og í samvinnu, að því að rannsaka, setja fram, greina, túlka og meta stærðfræðileg viðfangsefni og líkön |
| Kynningar | Undirbúið og flutt kynningar á eigin vinnu með stærðfræði | Undirbúið og flutt kynningar og skrifað texta um eigin vinnu með stærðfræði |
| Mynstur | Hliðrað, speglað eða snúið flatarmyndum, til dæmis við rannsóknir á mynstrum | |
| Mælingar | Áætlað og mælt massa, lengd, rúmmál, hraða, tíma og hitastig með viðeigandi mælikvarða og dregið ályktanir af mælingunum |
Sjónlistir
| Við lok 7. bekkjar | Við lok 10. bekkjar | |
| Vinnuferli | Byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu | Sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki sem felur m.a. í sér upplýsingaöflun, tilraunir og samtal |
Náttúrugreinar
| Við lok 7. bekkjar | Við lok 10. bekkjar | |
| Náttúruauðlindir og sjálfbær nýting | Áttað sig á mikilvægi þess að nýta náttúruauðlindir án þess að ganga um of á þær | Gert grein fyrir verndun og nýtingu náttúruauðlinda í tengslum við sjálfbæra þróun, sjálfbæra nýtingu og rýnt í eigin neysluvenjur |