Höfundur:
Höfundur er Brynja Stefánsdóttir, náttúrufræðikennari og verkefnastjóri Gárur á Reykjanesi.
Markmið
Að nemendur læri að þekkja helstu staði umhverfis skólann og í nánasta umhverfi og geti lesið einfalt kort.
Aldurshópar
Verkefnið hentar nemendum í 1. og 2. bekk grunnskóla
Tímalengd
Verkefnið tekur að meðaltali um 80 mínútur
Staðsetning
Skólalóð og nánasta umhverfi.
Undirbúningur kennara
Undirbúa einfalt kort af skólalóðinni.
Verkefnið
Fyrst er farið í göngutúr um skólalóðina þar sem nemendur skoða og ræða um helstu staði.
Síðan vinna nemendur saman að því að teikna kort af lóðinni og merkja inn staðina.
Nemendur vinna saman í hópum sem henta hverju sinni við að setja inn eins nákvæmlega og möguleiki er þá hluti og kennileiti sem finna má í kring um þau.
Verkefnið
Hægt er að sækja ýtarlegri leiðbeiningar hér
Hæfniviðmið
Hér eru dæmi af hæfniviðmiðum sem möguleiki væri að tengja við verkefni.
Náttúruvísindi
| Við lok 4. bekkjar | |
Sjónlistir
| Við lok 4. bekkjar | |
| Vinnuferli |
Lykilhæfni
| Við lok 4. bekkjar | |
| Náttúruauðlindir og sjálfbær nýting |