Brynja Stefánsdóttir
30 Jul

Höfundur:

Eftirfarandi verkefni er sett saman af Brynju Stefánsdóttur fyrir Gárur á Reykjanesi og er miða að því að aðgengi sé að fjöru í nánasta umhverfi eða þegar hún er til staðar. Verkefnið flokkast undir Gáru 1 sem er um 50-100 metra frá skólalóð.


Markmið

Verkefnið felst í því að hópar rannsaki nærliggjandi fjöru (Kópufjöru eða fjaran við Fitjar) og skoði útlit, uppsetningu, lífbreytileika, vistgerðir og stærð fjöru með því að tengja náttúrufræði og stærðfræði.


Aldurshópar

Verkefnið hentar nemendum á unglingastigi.


Tímalengdh

Verkefnið getur tekið allt frá 2 upp í 3, 40 mínútna kennslustundir.


Staðsetning

Verkefnið hentar fjörusvæðum. Það er skrifað með fjörur í Innri-Njarðvík í huga en hentar öllum fjörusvæðum.


Undirbúningur kennara

Kynna hugtök: Fjara, vistkerfi, flatarmál.....

Útbúa mælitæki: málband, mælistika, reiknivél.

Prenta verkefnablað fyrir nemendur eða setja það upp rafrænt á svæði sem nemendur geta nýtt sér.


Verkefnið

Hægt er að sækja ýtarlegri leiðbeiningar hér

Hægt er að sækja PDF Stærðir og mynstur í náttúrunni - nemendablað hér

Hægt er að sækja PDF hugtakablað fyrir verkefni hér


Hæfniviðmið

Hér eru dæmi af hæfniviðmiðum sem möguleiki væri að tengja við verkefni. 

Stærðfræði


Við lok 7. bekkjarVið lok 10. bekkjar
Samræður og tjáning
Tjáð sig um stærðfræði, útskýrt hugsun sína fyrir öðrum og spurt spurninga til að leita lausna
Tjáð sig og spurt spurninga um stærðfræðileg viðfangsefni, útskýrt og rökstutt lausnir sínar fyrir öðrum
Rannsóknarvinna

Unnið skipulega, einn og í samvinnu, að því að finna lausnir á stærðfræðilegum viðfangsefnum með því að kanna, rannsaka, greina og meta
Unnið skipulega, einn og í samvinnu, að því að rannsaka, setja fram, greina, túlka og meta stærðfræðileg viðfangsefni og líkön
Kynningar
Undirbúið og flutt kynningar á eigin vinnu með stærðfræði
Undirbúið og flutt kynningar og skrifað texta um eigin vinnu með stærðfræði
Mynstur
Hliðrað, speglað eða snúið flatarmyndum, til dæmis við rannsóknir á mynstrum

Mælingar
Áætlað og mælt massa, lengd, rúmmál, hraða, tíma og hitastig með viðeigandi mælikvarða og dregið ályktanir af mælingunum

Sjónlistir


Við lok 7. bekkjar
Við lok 10. bekkjar
Vinnuferli
Byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu
Sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki sem felur m.a. í sér upplýsingaöflun, tilraunir og samtal

Náttúrugreinar


Við lok 7. bekkjar
Við lok 10. bekkjar
Náttúruauðlindir og sjálfbær nýting
Áttað sig á mikilvægi þess að nýta náttúruauðlindir án þess að ganga um of á þær
Gert grein fyrir verndun og nýtingu náttúruauðlinda í tengslum við sjálfbæra þróun, sjálfbæra nýtingu og rýnt í eigin neysluvenjur


Athugasemdir
* Netfangið verður ekki birt á vefsíðunni.